Hessíska (þýska, hessíska: Hessisch) er þýsk mállýska sem töluð er í sambandslandinu Hessen í Þýskalandi. Oftast getur þýskumælandi fólk skilið hessísku, en þó er mállýskan sumstaðar svo sterk að aðrir en innfæddir geta ekki skilið hana.
Dæmi:
- Ei, guude wie? (hessíska)
- Wie geht es dir? (þýska)
- Hvernig hefurðu það? (íslenska)