Hertogadæmið Parma

Ítalía rétt fyrir Frönsku byltingarstríðin 1796: Parma er litað rautt

Hertogadæmið Parma var hertogadæmi á Ítalíu með Parma sem höfuðborg. Hertogadæmið var búið til árið 1545 sem lén handa launsyni Páls 3. páfa, Pier Luigi Farnese. Farnese-ætt fór með völd í hertogadæminu þar til hún dó út árið 1731. Þá féll það í hlut Karls, sonar Spánarkonungs en eftir Pólska erfðastríðið fékk Karl 6. keisari hertogadæmið í sinn hlut í skiptum fyrir Konungsríkið Napólí og Konungsríkið Sikiley. Eftir Austurríska erfðastríðið 1748 fengu Búrbónar aftur yfirráð yfir hertogadæminu og Filippus, yngri sonur Filippusar 5. Spánarkonungs varð hertogi. Árið 1796 lagði Napoléon Bonaparte hertogadæmið undir sig en Ferdinand hélt völdum til 1801. Árið 1808 var það innlimað í Frakkaveldi Napoléons. Árið 1814 varð síðari eiginkona Napoléons, María Lovísa af ætt Habsborgara, hertogaynja af Parma og hélt þeirri stöðu til dauðadags árið 1847 en þá gekk ríkið aftur til afkomenda fyrri valdhafa af ætt Búrbóna. Árið 1859 gerðu íbúar uppreisn gegn Búrbónum og tóku þátt í myndun Sameinaðra héraða Mið-Ítalíu ásamt Toskana, Módena og Sendiráðum Páfa. Árið eftir var ákveðið með þjóðaratkvæðagreiðslu að taka þátt í sameinaðri Ítalíu.

Búrbónar hafa aldrei hafnað tilkalli sínu til hertogadæmisins. Núverandi handhafi titilsins er Hollendingurinn Karl af Parma.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!