Helgi Hálfdanarson (sálmaskáld)

Helgi Hálfdanarson, sálmaskáld, alþingismaður og lektor, fæddist í Eyjafirði 19. ágúst 1826 og lést í Reykjavík 2. janúar 1894. Foreldrar hans voru Hálfdan Einarsson (fæddur 1801, dáinn 1865) síðast prófastur á Eyri í Skutulsfirði og fyrri kona hans Álfheiður Jónsdóttir (fædd 1794, dáin 1833) prests í Möðrufelli. Helgi var kvæntur Þórhildi Tómasdóttur. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1848 og innritaðist í Háskólan í Kaupmannahöfn sama ár. Tók annað læridómspróf 1849, próf í kirkjufeðrafræði árið 1852 og guðfræðipróf árið 1854. Hann vann við kennslustörf í Reykjavík 1854–1855. Helgi var vígður prestur í Kjalarnesþingum 1855 og sat að Hofi. Hann fékk síðar Garða á Álftanesi 1858. Árið 1867 var hann svo skipaður kennari við Prestaskólann. Helgi var svo skipaður forstöðumaður hans (lektor) árið 1885 og gegndi því embætti til æviloka. Hann var einnig formaður sálmabókanefndar frá 1878 til 1886 og þýddi sjálfur fjölda sálma meðal annars eftir Martein Lúther. Helgi var einnig alþingismaður Vestmannaeyja 1869 til 1876.

Heimild

  • Guðlaugur Gíslason, Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!