Handknattleiksárið 1952-53 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1952 og lauk sumarið 1953. Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki en Fram sigraði kvennaflokki. Íslendingar léku enga landsleiki á tímabilinu.
Karlaflokkur
1. deild
Ármenningar urðu Íslandsmeistarar á markatölu. Keppt var í sex liða deild með einfaldri umferð.
Afturelding féll í 2. deild.
2. deild
KR fór með sigur af hólmi og tryggði sér sæti í 1. deild. Keppt var í þriggja liða deild með einfaldri umferð.
Kvennaflokkur
1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Sjö lið tóku þátt í mótinu og kepptu þau í tveimur riðlum með einfaldri umferð.
A-riðill
Ármann sigraði í A-riðli, Valsstúlkur höfnuðu í öðru sæti. Fjögur lið kepptu í riðlinum.
B-riðill
Úrslitaleikur
Landslið
Engir formlegir landsleikir fóru fram á tímabilinu.