Hamar og sigð (☭, rússneska: серп и мо́лот sjerp í molot) er verkalýðstákn sem tekið var upp á tíma Rússnesku byltingarinnar. Hamarinn átti að tákna verkamenn og sigðin bændur. Saman stóðu táknin fyrir bandalag þessara tveggja hópa um sósíalisma.
Birting þess er þó bönnuð í öðrum fyrrum kommúnistalöndum þar sem kommúnismi hefur líka verið bannaður. Sem dæmi má nefna Indónesíu þar sem bannað er að birta táknið enda það tákn um kommúnisma, sem var bannaður í kjölfar fjöldamorða á kommúnistum árin 1965–66. Allir sem fara með slík tákn eru handteknir. Á níunda áratugnum var fólk sem fór með táknið tekið af lífi af leyniskyttum án yfirheyrslu.