Haífa (hebreska: חיפה) er hafnarborg í Ísrael sem liggur á norðurströnd landsins við Miðjarðarhaf, nálægt landamærum Líbanons. Íbúafjöldi er um 300.000. Bærinn hefur lengi verið þekktur sem dæmi um það að ólíkir trúarhópar geti búið saman í sátt og samlyndi.