Höggdeyfir eða dempari er mekanískur eða vökvakerfis tæki sem er hannað til að draga í síg og dempa krafta. Það er gert með því að umbreyta hreyfiorku kraftsins í annað form orku (oftast hita) sem gufar upp.
Lýsing
Þrýstings og vökvakerfis höggdeyfar eru notaðir í tengslum við dempun og gorma. Höggdeyfir í bíl inniheldur gorma hlaðna loka og op til að stjórna flæði olíu í gegnum innri stimpil (sjá hér fyrir neðan). [1]
Eitt atriði til að hafa í huga við hönnun eða val á höggdeyfi, er hvert orkan fer. Í flestum höggdeyfum er orkan umbreytt yfir í hita inni í seigfljótandi vökvanum. Í vökvakerfis dempara hitnar vökvinn upp, á meðan í loft dempara er loftinu oftast hleypt út í andrúmsloftið. Í öðrum gerðum höggdeyfa, eins og rafseguls gerða, er hægt að geyma orkuna og nota síðar. Almennt séð hjálpa höggdeyfar að dempa farartæki á ójöfnum vegum.