Guðmundur Oddur Magnússon

Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, (f. 5. júní 1955) er listamaður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Guðmundur Oddur er frá Akureyri. Hann nam við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Á árunum 1980-1982 rak hann galleríið Rauða húsið á Akureyri. Hann starfaði á auglýsingastofunum Tímabæ og Midasi í Reykjavík til 1986 en nam síðan grafíska hönnun við Emily Carr College of Art and Design í Vancouver í Bresku Kólumbíu frá 1986 til 1989 og starfaði sem grafískur hönnuður í eitt og hálft ár hjá ION design í Vancouver.

Árið 1991 flutti Guðmundur Oddur til Akureyrar og vann að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili. Hann kom á námi í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993 og varð deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999. Síðan vann hann að stofnun hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands og var deildarstjóri í grafískri hönnun frá upphafi. Hann var ráðinn prófessor í grafískri hönnun við LHÍ 2002.

Guðmundur Oddur hefur undirbúið eða skipulagt fjölda sýninga í hönnun og myndlist. Má þar nefna MÓT hönnunarsýninguna á Kjarvalsstöðum árið 2000, yfirlitsýningu Harðar Ágústsonar á Kjarvalsstöðum 2005, sovésk-pólitíska plakatasýningu í Hafnarhúsinu 2003 og sýningu á Nýja málverkinu í Nýlistasafninu árið 2000. Guðmundur Oddur starfar sem sjálfstæður hönnuður meðfram kennslu og vinnur mest að hönnun fyrir menningarstofnanir. Hann hefur skrifað fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka í Asíu, Ameríku og Evrópu.

Tenglar

Heimasíða Godds Geymt 26 desember 2018 í Wayback Machine

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!