1 Leikir með meistaraflokkum og mörk talið í aðaldeild liðsins.
Guðmundur Benediktsson (einnig þekktur sem Gummi Ben) (f. 3. september1974) er íslenskur sjónvarpsmaður, fyrrum knattspyrnumaður og knattspyrnuþjálfari.
Guðmundur hóf knattspyrnuferil sinn með Þór, Akureyri. Hann hélt til atvinnumennsku í Belgíu aðeins 16 ára gamall. Guðmundur spilaði lengst af með KR og var valinn leikmaður ársins 1999 þegar KR varð íslandsmeistari. Hnémeiðsl settu strik á knattspyrnuferil hans.
Guðmundur hefur verið knattspyrnulýsandi og þáttagerðarmaður fyrir Stöð 2 og Rúv. Hann vakti heimsathygli á Evrópumótinu árið 2016 þegar hann lýsti leikjum Íslenska landsliðsins af mikilli innlifun.
Sonur hans, Albert Guðmundsson, spilar með Genoa á Ítalíu og var valinn í íslenska landsliðið fyrir HM 2018. Þess utan á Guðmundur þrjú yngri börn.