Gunnar Nielsen

Gunnar Nielsen (16. september 191418. maí 1989) var skrifstofustjóri Hitaveitu Reykjavíkur og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

Gunnar fæddist í Kaupmannahöfn og var fjölskylda hans á faraldsfæti milli Danmerkur, Íslands og Bandaríkjanna mest öll æskuár hans. Hann varð snemma gallharður Framari og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Gunnar var í fyrsta meistaraflokksliði Fram í handknattleik, sem keppti á fyrsta Íslandsmótinu árið 1940. Lét hann sig ætíð sérstaklega varða uppbyggingu handknattleiksins innan Fram og kom talsvert að þjálfun.

Hann var formaður Fram árin 1949-50 og 1952-53. Á sextíu ára afmæli félagsins, árið 1968, var hann útnefndur heiðursfélagi Fram.

Fyrirrennari:
Jón Þórðarson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19491950)
Eftirmaður:
Guðni Magnússon



Fyrirrennari:
Sigurbergur Elísson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19521953)
Eftirmaður:
Sigurður Halldórsson


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!