Guillaume-François Le Trosne

Guillaume-François Le Trosne (3. október 1729 - 26. maí 1780) var franskur lögfræðingur og hagfræðingur. Le Trosne er enn af mikilvægustu fulltrúum búauðgisstefnunnar, sem var skóli hagfræði sem fyrst var sett var fram af François Quesnay og Marquis de Mirabeau árið 1757.

Le Trosne lærði lögfræði í Orleans. Árið 1753 var hann skipaður í embætti lögfræðings konungs í Orleans. Hann gengdi því starfi allt til ársins 1774. Þegar hann hætti störfum hlaut hann titilinn heiðursráðgjafi embættisins. Eftir að hann settist í helgan stein gaf hann út ritið Vues sur la justice criminelle (1777) en það fjallaði meðal annars um kenningar hans um lög og refsingu. Le Trosne var fylgjandi mildari og mannúðlegri refsingum. Árið 1980, þremur árum eftir að hafa gefið út ritið, lést Le Trosne í París eftir að hafa þjáðst af bólgu í brjósti.

Framlög til hagfræðinnar

Ásamt lögfræði, varði Le Trosne mikið af tíma sínum í hagfræði. Á árunum 1765 til 1767 skrifaði hann mikið af hagfræðigreinum í sérhæfð tímarit, einkum í Éphémérides du citoyen, en það var helsta málgagn búaðgisstefnunnar. Frá 1768 helgaði Le Trosne tíma sínum í að þróa helstu keningar og hugmyndir búauðgisstefnunar.

Auk ritstarfa var Le Trosne frá árinu 1769 meðlimur í vísindaakademíu Caen, Académie royale des balles-lettres de Caen, þar sem hann hélt fimm fyrirlestra árin 1770 og 1771. Le Trosne tók fyrirlestra sína saman 1777 og birti þá í einu mikilvægasta riti sínu: De l'ordre social (Um félagsskipulagið).

Síðasta rit hans, sem var ítarleg samantekt á hugmyndum búauðgishreyfingarinnar um hagstjórn og samfélag kom út 1779: De l'administration provinciale et de la réforme de l'impôt (Um sveitastjórnarmál og skattaumbætur). Þar hvatti hann til grundvallarendurskoðunar skattkerfisins og réttlátari skattheimtu. Meðal skattaumbóta talaði hann fyrir skattlagningu á eignir kirkjunnar. Þó ritið hefði þegar hlotið lof fræðasamfélagsins var komið í veg fyrir útgáfu þess af stjórnvöldum sem óttuðust að það myndi skapa ólgu meðal kirkjunnar manna. Árið 1780 stóð til að halda reglulegt þing kirkjunnar (Assemblée du clergé de France). Þing þetta var haldið á fimm ára fresti, upprunalega með þeim tilgangi að skipta niður fjárhagsbyrðum sem lagðar voru af konungi Frakklands á frönsku prestastéttina innan kaþólsku kirkjunnar. Til þess að koma í veg fyrir mótmæli á þinginu var útgáfa bókar Le Trosne stöðvuð og hún ekki gefin út.

Heimildir

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!