Geðrof

Geðrof getur breytt því hvernig maður skynjar liti, ágætt sýnidæmi af því er þetta málverk Van Goghs frá 1889.[1]

Geðrof er ástand þar sem einstaklingur á erfitt með að greina hvað sé raunverulegt. Oftast koma fram ranghugmyndir, ofskynjanir, skert raunveruleikatengsl, og stundum ruglingslegt tal og undarleg hegðun. Svefnvandamál, félagsleg einangrun, og áhugaleysi eru algeng.[2]

Sumir fara aðeins einu sinni í geðrof, sumir fá nokkur köst yfir ævina. Hjá sumum koma geðrofseinkenni fram aftur og aftur og flokkast sjúkdómurinn þá undir geðklofa.[3]

Orsakir geðrofs geta verið margvíslegar: Geðsjúkdómar (geðklofi, geðhvarfasýki, þunglyndi, jaðar­persónuleikaröskun), sálræn áföll, svefnskortur, elliglöp, sum lyf, og sum vímuefni líkt og áfengi, kannabis, kókaín, amfetamín, LSD, og ketamín. Koffín getur gert einkenni verri hjá þeim sem eru með geðklofa.[4] Um 0,1% af nýbökuðum mæðrum fer í geðrof.[5]

Geðrof eru meðhöndluð með geðrofslyfjum, sálfræðimeðferð, og með félagslegum stuðningi. Um 3% fólks fer í geðrof einhvern tímann á ævinni.[2] Talið er að ofvirkni taugaboðefnisins dópamíns eigi þátt í geðrofi, það sem styður þá kenningu er helst það að geðrofslyf virka með því að hemja dópamínviðtaka, og þau lyf og vímuefni sem auka magn dópamíns við taugaviðtaka geta valdið geðrofi.[6]

Tenglar

Tilvísanir

  1. Bogousslavsky J, Boller F (2005). Neurological Disorders in Famous Artists. Karger Medical and Scientific Publishers. bls. 125.
  2. 2,0 2,1 „RAISE Questions and Answers“. NIMH. Sótt 23. janúar 2018.
  3. „Geðsjúkdómar – Persóna.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2020. Sótt 12. desember 2018.
  4. Broderick P, Benjamin AB (December 2004). "Caffeine and psychiatric symptoms: a review". The Journal of the Oklahoma State Medical Association. 97 (12): 538–42. PMID 15732884.
  5. "Postpartum Psychosis". Royal College of Psychiatrists.
  6. "Psychosis Causes". NHS.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!