Garðaskóli, áður nefndur Gagnfræðaskóli Garðahrepps, er grunnskóli á unglingastigi, staðsettur í Garðabæ. Skólastjóri Garðaskóla er Jóhann Skagfjörð Magnússon. Innan veggja Garðskóla er einnig hýstur alþjóðlegur skóli og félagsmiðstöð, Garðalundur. Garðaskóli hóf starfsemi 11. nóvember 1966 í húsnæði við Lyngás í Garðabæ og fyrsta árið voru nemendur skólans 115. Nafni skólans var breytt í Garðaskóla eftir að Garðahreppur breyttist í Garðabæ og fékk kaupstaðarréttindi 1976.[1]
- ↑ „Saga skólans | Garðaskóli“. gardaskoli.is. Sótt 13. desember 2024.