Fáni Liechtenstein eru tveir láréttir, jafn breiðir borðar. Sá efri er blár og sá neðri rauður. Gyllt kóróna er lengst til vinstri á bláa fletinum. Kórónunni var bætt við árið 1937 eftir að í ljós kom á Sumarólympíuleikunum í Berlín 1936 að fáninn var alveg eins og fáni Haítí.
Árið 1982 var gerð minniháttar breyting á kórónu fánans.