Fyrsta meginlandsþingið

Þann 5. september 1774 hittust 56 fulltrúar frá tólf af nýlendunum þrettán (Georgíuríki sendi ekki fulltrúa) í Philadelphiu, í Pennsylvaníuríki, á Fyrsta meginlandsþinginu, (enska: First Continental Congress). Fundurinn var kallaður saman til að ræða viðbrögð við The Coercive Acts (þekkt sem The Intolerable Acts í Bandaríkjunum), lögum sem breska þingið hafði sett 1774 um málefni nýlendnanna í Norður-Ameríku í kjölfar teboðsins í Boston, 1773. Niðurstaðan var að konungi Bretlands var send bænaskrá þar sem farið var fram á að lögunum yrði aflétt. Um leið var ákveðið að önnur samkoma skyldi kölluð saman ef konungur yrði ekki við kröfunum.

Helsta afrek Fyrsta meginlandsþingsins var að fulltrúar nýlendnanna bundust böndum um að breskar vörur yrðu sniðgengnar frá og með 1 desember 1774. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum þar sem innflutningur frá Bretlandi hrundi. Bandaríski sagnfræðingurinn T.H. Breen hefur í þessu sambandi talað um mikilvægi neytendavitundar í bandarísku byltingunni, og myndun bandarískrar þjóðarvitundar.[heimild vantar]

Konungurinn varð ekki við kröfum nýlendubúa og þann 19. apríl 1775 hófst bandaríska byltingin. Þann 10. maí 1775 kom Annað meginlandsþing Bandaríkjanna saman.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!