Frísneskur hestur

Frísneskur hestur
Fullorðinn frísneskur hestur í keppni
Fullorðinn frísneskur hestur í keppni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hófdýr (Perissodactyla)
Ætt: Hestar (Equidae)
Ættkvísl: Hestaættkvísl (Equus)
Tegund:
E. ferus

Tvínefni
Equus ferus
Linnaeus, 1758[1]

Frísneskur hestur er ræktunarafbrigði af dráttarhestakyni og á uppruna sinn að rekja til norðurhluta Hollands; Fríslands. Þeir eru einstaklega geðþekk dýr sem nýtast í ýmis verkefni.

Atferli og eiginleikar

Frísneski hesturinn er þekktur fyrir einstaklega gott geðslag, vinnuvilja, aðlögunarhæfni og gáfur. Þeir þola mikið álag án þess að missa vinnuviljann. Hann er vel þekktur fyrir að vera með einstaklega svif- og skrefmikið brokk. Hann var áður fyrr þekktir undir nafninu „Harddraver“ sem þýðir einfaldlega „góður brokkari“ á hollensku. Þess má geta að frísneski hesturinn kemur við í ættarsögu nærri allra góðra brokkhestakynja nútímans. Stökkið er einnig afbragð, loftmikið og hátt. Þessi léttleiki í frísneska hestinum kemur af eðlislægum krafti í löppunum til að bera og spyrna. Geðslagið er, eins og áður hefur komið fram, afbragð en hann er oftar en ekki með mikinn persónuleika og dyggur. Þeir geta orðið frekir og yfirgangssamir ef ekki er rétt meðhöndlaðir og geta verið frekar þrjóskir. Ef hesturinn er ekki agaður geta þeir orðið mjög stjórnsamir. Hins vegar geta þeir orðið litlir í sér í streituvaldandi aðstæðum eða aðstæðum sem þeir þekkja ekki og sækja þá mikið traust í þjálfarann en hann velur oftast eina manneskju eða hest sem hann tengist meira en öðrum. Hestarnir eru heilt yfir mjög óþolinmóðir þá sérstaklega þegar kemur að mat og að standa í stíu .

Nánar um kynið og sköpulag

Frísneski hesturinn er af dráttarhestakyni sem þýðir að þeir hafa mikla burðargetu og eru í grunninn stuttir, kraft- og vöðvamiklir. Þeir eru að meðaltali um 1,52 metrar á hæð og ef það ætti að lýsa hefðbundnum frísneskum hesti þá væri það á þessi leið: Höfuðið er oft langt og fíngert með stutt en fíngerð eyru og góðleg augu. Hálsinn er frekar stuttur en mjög vel settur og hvelfdur við háar og breiðar herðar. Bógarnir eru langir og skásettir og brjóstkassinn breiður og djúpur. Bakið er stutt og vöðvað og lendin breið, aflíðandi og öflug. Fæturnir eru sterkir og með mikil sinaskil. Hesturinn er svartur en getur verið með lítillega hvítt í andlitinu. Frísneskir hestar eru af svo kölluðu Warmblood-kyni sem er, ef stiklað er á stóru blanda af coldbloods og hotbloods. Coldbloods eru hestar af rólegu, stóru og þungu kyni, þessir týpísku dráttarhestar sem notaðir eru í hæga og erfiða vinnu. Hotbloods hinsvegar eru hestar af mjög öru, létt- og íþróttabyggðu kyni eins og til dæmis arabíski hesturinn. Warmblood hestar eru blanda af þessum tveimur kynjum en þeir hafa þetta rólega og góða geðslag frá coldbloods en þessa íþróttahestslegu byggingu frá hotbloods. Warmblood hestar eru lang vinsælustu dressúr hestarnir en þeir ákjósanlegustu eiginleika þessara þriggja hópa í þá grein.

Saga frísneska hestsins

Frísneski hesturinn hefur uppruna sinn að rekja í Hollandi, nánar tiltekið Fríslandi sem er landsvæði í norðurhluta Hollands. Fyrstu rituðu heimildirnar af því að frísneska kynið hafi verið kallað þessu nafni er frá 1544 af Jóhanni Friðrik 1. af Saxlandi sem reið á stóðhesti af frísnesku kyninu. Hesturinn hefur í fyrri tíð verið notaður mest sem dráttarhestur, vinnudýr í ýmsan landbúnað og reiðhestur. Hesturinn er eitt elsta hestakyn í Evrópu en á miðöldum voru þeir vinsælir stríðshestar og kerruhestar. Hann er upprunalega útaf af svokölluðum skógarhesti sem var uppi fyrir ísöld og hafði þykkar lappir og krafmikla byggingu en hesturinn er einnig út af Friesland stock, Oriental, Trotter og Oldenburg hestakynjum. Fyrstu ritin sem til eru um frísneska hesta eru frá rómverskum sögufræðing og eru frá árinu 55-120 eftir krist en þá var tegundin álitin mjög ljót. Það var ekki fyrr en um þúsund árum seinna, í átta ára stríðinu (1568-1648) , þegar farið var að blanda hestinn við eyðimerkurhesta og Andalúsíu-hesta að hesturinn fékk það útlit sem við þekkjum hann á í dag þó hann hafi haldið í ýmislega líkamlega þætti frá fornri tíð. Frísneski hesturinn var ekki jafn stór og Andalúsíuhesturinn eða Langbarðalandshestarnir, en voru ein vinsælustu vinnudýrin í stríðum og ódýrust í rekstri. Frísneski hesturinn er forfaðir mjög margra tegunda t.a.m. Oldenburger-, Shire- og Døle Gudbrandsdal-hestar. Árið 1879 var stofnuð ættbók fyrir frísneska hesta en þeir voru næstum því útdauðir nokkrum áratugum seinna, í byrjun tuttugustu aldar m.a. vegna þess að vinsældir brokkkappreiða minnkuðu.

Í lok 19. aldar voru frísneskir hestar nær eingöngu í eigu ríkra bænda á Fríslandi og voru notaðir til að ferja þá með vögnum til kirkju. Á þessum tíma var hesturinn einnig notaður sem skemmtiatriði en þá var keppt í brokki áhorfendum til mikillar gleði. Á sama tíma fóru vinsældir hans hrakandi því það var búið að rækta hann til að vera léttbyggðara sýningadýr sem hentaði ekki jafn vel í vinnu en hann var harðlega gagnrýndur sem vinnudýr því fólki fannst hann „dansa“ of mikið að framan og var með því að eyða orkunni óþarflega og veik því hjá bændum fyrir sterkari dráttarkynjum. Í kjölfarið, í byrjun 20. aldar voru lagðar aðrar áheyrslur á þessa síhrakandi tegund og fór hún aftur í það gamla far að vera minni og þyngri, þ.e. kraftmeiri og hæfari í erfiðari vinnu. Þegar frísneska kynið var við að deyja út í byrjun 20. aldar tóku nokkrir heimamenn í Fríslandi sig saman og keyptu og héldu utan um ræktun á kyninu til að koma því aftur á legg. Árið 1913 voru einungis þrír frísneskir graðhestar eftir í Fríslandi. Kyninu var bjargað í seinni heimstyrjöldinni þegar skortur varð á olíu til að knýja vélar og hollenskir bændur þurftu því aftur á þessum kraftmiklu vinnudýrum að halda. Á sjöunda áratugnum hrakaði stofninum aftur með tæknibyltingunni en bændur höfðu ekki efni á að halda hesta sér til skemmtunar. Má þakka hrossaunnendum aftur fyrir að bjarga stofninum. Árið 1967 fóru hestasamtök í Fríslandi í auglýsingaherferð um Holland með frísneska hestinn sem jók vinsældir hans gífurlega en fólk dróst að einstaka geðslaginu og karakternum. Þróun fríineska hestsins átti sér að mestu leiti stað í Fríslandi en í dag má finna hestinn út um allan heim .

Frísneski hesturinn í dag og ræktun

Frísneski stóðhesturinn Fridse 423

Í dag eru frísneskir hestar mikið notaðir sem vagnhestar og það er mikið keppt á og riðið þeim í dressúr og þeir notaðir sem vinnudýr. Um 40.000 hestar eru skráðir í Royal Friesian-ættbókina en eins og áður hefur komið fram var ættbókin stofnuð árið 1879 og sér um að halda utan um skráningu hestana og kynbótadóma ásamt því að vera með almennt öflugt starf í þágu tegundarinnar. Samtökin meðal annars um að hjálpa kaupendum að tryggja gæði hestsins sem það er að kaupa og gefa mánaðarlega út blað með ýmsum gagnlegum og fróðlegum upplýsingum um tegundina. Samtökin um ættbókina annast líka mat á stóðhestum sem verða samþykktir formlega inn í ættbókina sem afkvæmahestar. Þetta mat er haldið í janúar hvert ár og er mjög vinsæll og vel sóttur viðburður. Þar eru ungir hestar settir í ýmis mat og próf sem þeir þurfa að standast til að verða samþykktir ræktunarhestar. Þeir þurfa að hreyfa sig ákveðið í hendi, hafa rétta sköpulagið, vera heilsuhraustir og frjósamir, bera réttu genin, hafa nógu sterkar ættir og henta í hin ýmsu verkefni eins og dressúr og kerruakstur. Ef hesturinn stenst öll prófin fær hann ákveðna viðurkenningu og má fylja 180 hryssur á ári. Eftir nokkur ár eru tuttugu einstaklingar úr afkvæmahópnum teknir í dóm og ef þau fá viðunandi dóma fær stóðhesturinn viðurkenningu sem kynbótahestur og má fylja ótakmarkað magn af hryssum.

Heimildir

  1. Linnaeus, Carolus (1758). Systema naturae per regna tria naturae :secundum classes, ordines, genera, species, cum characteribus, differentiis, synonymis, locis. 1. árgangur (10th. útgáfa). Holmiae (Laurentii Salvii). bls. 73. Sótt 8. september 2008.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!