Friedrich Blass (22. janúar 1843 – 5. mars 1907) var þýskur fornfræðingur.
Hann nam fornfræði við háskólana í Göttingen og Bonn árin 1860 til 1863. Hann kenndi við ýmsa menntaskóla og síðar við háskólann í Königsberg. Árið 1876 hlaut hann prófessorsstöðu í klassískri textafræði við háskólann í Kiel. Árið 1892 flutti hann til Halle og tók við prófessorsstöðu þar. Hann lést 5. mars árið 1907.
Blass heimsótti England oft og þekkti náið til ýmissa enskra fræðimanna. Háskólinn í Dublin veitti honum heiðursdoktorsgráðu árið 1892.
Blass er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar á textum grískra ræðumanna.
Helstu ritverk
Bækur
- Die griechische Beredsamkeit von Alexander bis auf Augustus (1865)
- Die attische Beredsamkeit (1868-1880)
- Die Rhythmen der attischen Kunstprosa (1901)
- Die Rhythmen der asianischen und römischen Kunstprosa (1905).
Ritstýrðar útgáfur
Auk fræðirita gaf Blass út fræðilegar ritstýrðar útgáfur á textum ýmissa höfunda, m.a.: Andókídesar (1880), Antífóns (1881), Hýpereidesar (1881, 1894), Demosþenesar (1885), Ísókratesar (1886), Deinarkosar (1888), Demosþenesar (1893), Æskínesar (1896), Lýkúrgosar, Leókratesar (1902), Evdoxosar (1887), Bakkylídesar (3. útg., 1904) og Æskýlosar (1906)