Friedrich Blass

Friedrich Blass

Friedrich Blass (22. janúar 18435. mars 1907) var þýskur fornfræðingur.

Hann nam fornfræði við háskólana í Göttingen og Bonn árin 1860 til 1863. Hann kenndi við ýmsa menntaskóla og síðar við háskólann í Königsberg. Árið 1876 hlaut hann prófessorsstöðu í klassískri textafræði við háskólann í Kiel. Árið 1892 flutti hann til Halle og tók við prófessorsstöðu þar. Hann lést 5. mars árið 1907.

Blass heimsótti England oft og þekkti náið til ýmissa enskra fræðimanna. Háskólinn í Dublin veitti honum heiðursdoktorsgráðu árið 1892.

Blass er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar á textum grískra ræðumanna.

Helstu ritverk

Bækur

  • Die griechische Beredsamkeit von Alexander bis auf Augustus (1865)
  • Die attische Beredsamkeit (1868-1880)
  • Die Rhythmen der attischen Kunstprosa (1901)
  • Die Rhythmen der asianischen und römischen Kunstprosa (1905).

Ritstýrðar útgáfur

Auk fræðirita gaf Blass út fræðilegar ritstýrðar útgáfur á textum ýmissa höfunda, m.a.: Andókídesar (1880), Antífóns (1881), Hýpereidesar (1881, 1894), Demosþenesar (1885), Ísókratesar (1886), Deinarkosar (1888), Demosþenesar (1893), Æskínesar (1896), Lýkúrgosar, Leókratesar (1902), Evdoxosar (1887), Bakkylídesar (3. útg., 1904) og Æskýlosar (1906)

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!