Sir Frederick Barlett (fæddur 1886, látinn 1969) var breskur sálfræðingur sem er þekktur fyrir að setja fram svokallaða skemakenningu um minni.[heimild vantar] Hann setti fram þá hugmynd að upprifjun minninga væri ætíð lituð af reynsluheimi okkar og þekkingu. Hann leit því ekki á minni sem upprifjun eða endurlífgun á fastmótuðum minnissporum. Mun nær væri að líta á minni sem eins konar
endursköpun af fyrri reynslu og háð viðhorfum okkar og þekkingu.
Útgefið efni
Ártöl eru ekki endilega þegar bókin var gefin út upprunalega.
- Remembering (Cambridge University Press, Cambridge, 1932)
- Thinking (Basic Books, New York, 1958)
- The problem of noise (Cambridge University Press, Cambridge, 1934)
- Exercises in logic (Clive, London, 1922)
- The mind at work and play (Allen and Unwin, London, 1951)
- Psychology and the soldier (Cambridge University Press, Cambridge, 1927)
- Political propaganda (Cambridge University Press, Cambridge, 1940)
- Psychology and primitive culture (Cambridge University Press, Cambridge, 1923)
- Religion as experience, belief, action (Cumberledge, London, 1950)
Heimildir