Forsætisráðherra Ítalíu er leiðtogi ríkisstjórnar Ítalíu og hefur það hlutverk með höndum að stýra og samræma vinnu annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherraembættið er fjórða mikilvægasta embætti ríkisins samkvæmt stjórnarskránni, á eftir forseta lýðveldisins, þingforseta og forseta öldungadeildarinnar. Hlutverk forsætisráðherra er skilgreint í stjórnarskránni, greinum 92-96.
Forsætisráðherra er tilnefndur af forseta lýðveldisins. Yfirleitt er um að ræða leiðtoga stærsta flokks þess kosningabandalags sem hlýtur meirihluta í þingkosningum og fær þar með umboð til stjórnarmyndunar. Þegar Ítalía var konungsríki (frá 1861 til 1946) var það konungur Ítalíu sem veitti umboð til stjórnarmyndunar.
Tengt efni