Forseti Hæstaréttar Íslands er æðsti embættismaður dómsvalds á Íslandi og er einn af þremur handhöfum forsetavalds Forseta Íslands[1]. Forseti Hæstaréttar er kosinn af meirihluta Hæstaréttar og er skipunartími til fjögurra ára í senn. Núverandi forseti Hæstaréttar er Benedikt Bogason en hann tók við embættinu 2020.[heimild vantar]
Fyrsta konan til að gegna embættinu var Guðrún Erlendsdóttir sem gegndi embættinu í tvígang 1991 til 1992 og aftur 2002 til 2003.[heimild vantar]
Heimildir