Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1824

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1824 fóru fram haustið 1824 þar sem John Quincy Adams var kjörinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að mótframbjóðandi hans Andrew Jackson hafi fengið fleiri atkvæði á landsvísu og fleiri kjörmannaatkvæði.

Andrew Jackson fékk réttilega flest atkvæði á landsvísu og flesta kjörmenn en náði ekki að tryggja sér meirihluta kjörmanna en alls fengu fjórir frambjóðendur kjörmenn í kosningunum. Andrew Jackson fékk 99 kjörmenn, John Quincy Adams 84, William H. Crawford 41 og Henry Clay 37. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings þurfti því að kjósa á milli þeirra Jackson, Adams og Crawford og fór það svo að John Quincy Adams var kjörinn forseti þar sem hann hlaut atkvæði 13 ríkja af 25. Flestir stuðningsmenn Henry Clay á þingi studdu Adams til forseta og var Henry Clay skipaður utanríkisráðherra í kjölfarið.

Þetta er annað af tveimur skiptum sem forsetakosningar eru ákvarðaðar af fulltrúadeild Bandaríkjaþings en fyrra skiptið var árið 1800 þegar Thomas Jefferson var kjörinn forseti. Þá eru þetta einu kosningarnar þar sem þriðji frambjóðandi fær nógu marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að forsetaframbjóðandi fái meirihluta kjörmanna.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!