Fiskifræði er undirgrein dýrafræðinnar sem fæst við rannsóknir á fiskum, þar á meðal beinfiskum, brjóskfiskum (t.d. hákörlum og þvermunnum) og vankjálkum. Fiskifræði er nátengd haffræði og sjávar- og vatnalíffræði. Þeir sem leggja stund á greinina kallast fiskifræðingar.
Innan fiskifræðinnar er ákveðin sérgrein sem nefnist stofnstærðarfræði.
Saga
Samkvæmt þeim heimildum sem til eru var Aristóteles (384-322 f.kr) sem fyrstur manna lýsti einstaka fiskitegundum eða 115 talsins, einnig greindi hann hvali frá öðrum fiskum. Ekki komu fram nein ný tíðindi í þessum efnum fyrr en um 2000 árum síðar.Frá því að Aristóteles var að lýsa fyrstu rúmlega 100 tegundum fiska hefur talsverður fjöldi bæst við og er í dag búið að lýsa yfir 21000 tegunda og líklegt verður að teljast að nokkrar þúsundir eigi eftir að bætast við í framtíðinni. Auk þeirra lifandi tegunda sem hafa fundist hafa einnig fundist nokkur þúsund útdauðra tegunda á formi steingervinga. Þessir steingervingar hafa varpað ljósi á þróun og skyldleika núlifandi tegunda. Með rannsóknum seg gerðar hafa verið á steingervingum fiska má rekja þróun þeirra allt að 400-500 miljónir ára aftur í tímann.[1]
Flokkunarkerfi
Í byrjun 18. aldar kom ungur sænskur maður að nafni Peter Artedi (1705-1735) fram á sjónarsviðið með flokkunarkerfi fyrir fiska sem síðar var aðlagað að flokkun allra lífvera og er undirstaða þess flokkunarkerfis sem notað er í dag. Artedi hefur löngum verið nefndur faðir fiskifræðinnar[2]
Tengt efni
Tilvísanir
- ↑ Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson 1996
- ↑ Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson 1996