Fellshreppur (áður Sléttuhlíðarhreppur) var hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar sem var oft kenndur við kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð.[1] Í hreppnum voru tvö byggðarlög, Sléttuhlíð og Hrolleifsdalur,[2] en dalurinn er löngu kominn í eyði og orðinn að afréttarlandi.[3]
Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi 10. júní 1990.[4]
Hreppsnefnd
Síðasta hreppsnefnd Fellshrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 14. júní 1986 og hana skipuðu Eggert Jóhannsson, Jón Björn Sigurðsson, Kristján Árnason, Magnús Pétursson og Stefán Gestsson.[5]
Heimildir