Fellshreppur (Skagafjarðarsýslu)

Fellshreppur

Fellshreppur (áður Sléttuhlíðarhreppur) var hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar sem var oft kenndur við kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð.[1] Í hreppnum voru tvö byggðarlög, Sléttuhlíð og Hrolleifsdalur,[2] en dalurinn er löngu kominn í eyði og orðinn að afréttarlandi.[3]

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi 10. júní 1990.[4]

Hreppsnefnd

Síðasta hreppsnefnd Fellshrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 14. júní 1986 og hana skipuðu Eggert Jóhannsson, Jón Björn Sigurðsson, Kristján Árnason, Magnús Pétursson og Stefán Gestsson.[5]

Heimildir

  1. „Fellskirkja“. web.archive.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2021. Sótt 4. september 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 4. september 2024.
  3. „Hrolleifsdalur“. Icelandmag (enska). Sótt 4. september 2024.
  4. Hjördís Erna Sigurðardóttir (september 2016). „Örnefni, Örnefnanefnd, sameinuð sveitarfélög og bæjanöfn: Vald og saga örnefnastýringar“ (PDF). Háskóli Íslands.
  5. Fellshreppur: Gerðabók kjörstjórnar v/sveitarstjórnakosninga 1978-1989
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!