Á íslensku eru til mörg orð sem höfð eru um fangelsi. Mætti þar t.d. nefna hegningarhús, tukthús, betrunarhús og sakahús. Orðin steinn eða grjót (oftast með greini: steininn eða grjótið) eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg 9, sem stundum er einnig nefnd Nían. Önnur orð tengd fangelsi eru t.d. Letigarður sem var vinnuhæli sem var sambyggt fangelsinu. [1] Það orð var þó einnig haft um þurfamannahæli. Dýflissa er orð sem aðallega haft er um fangelsi í köstulum, svo er um svarthol og myrkvastofu, þó þau séu jöfnum höndum einnig höfðu um fangelsi almennt. Prísund er einnig haft um dýflissu, en sömuleiðis um hverskonar kvalarstað.