Fußball-Club St Pauli von 1910 e.V. , yfirleitt þekkt sem FC St Pauli, er þýskt knattspyrnfélag í St. Pauli hverfi Hamborgar.
Saga
FC St. Pauli var stofnað 1907 þó að fullt nafn félagsins sé Fußball Club St. Pauli von 1910 e.V. Ástæðan fyrir því er sú að félagið byrjaði að spila fótbolta árið 1907 en tók ekki þátt í deildarkeppni fyrr en árið 1910 þegar liðið gekk í knattspyrnusamband Norður-Þýskalands.[1] St. Pauli spilaði sinn fyrsta keppnsleik árið 1911. Síðustu áratugi hefur liðið flakkað á milli deilda en hafa oftar verið í neðri deildum.
Stuðningsmenn
St. Pauli er eitt vinsælasta knattspyrnulið Evrópu þó það sé ekki mjög sigursælt. Það eru yfir 200 St. Pauli aðdáendaklúbbar í heiminum sem er dæmi um vinsældirnar. Margir tengja við hugmyndafræðina sem aðdáendur St. Pauli aðhyllast.
St. Pauli Ultras eða Ultra Sankt Pauli er félag hörðustu stuðningsmanna liðsins. Þeir eru ekki hefðbundinn ultras aðdáendahópur því þeir berjast gegn rasisma, fasisma og hatri gegn samkynhneigðum. Stuðningsmannafélögin lenda reglulega í slagsmálum við nýnasista og óeirðaseggja á leikjum. Stuðningsmennirnir eru vinstrisinnaðir og þeir bönnuðu starfsemi allra hægri öfgamanna í stúkunni. St. Pauli og stuðningsmenn þess koma jafnan úr þeim hluta Hamborgar þar sem íbúarnir eru stoltir af uppruna sínum sem félag lágtekjufólks. Merki stuðningsmannafélagsins er sjóræningamerki því stuðningsmenn líta á sig sem sjóræninga í baráttu við ríkt fólk. Þess vegna má víða sjá sjóræningjafána í áhorfendastúkunni á leikjum liðsins.[2]