Fótbolti.net

Fotbolti.net fjallar meðal annars ítarlega um íslenska landsliðið í knattspyrnu

Fotbolti.net er fréttavefur um knattspyrnu. Vefurinn fjallar um allt sem tengist knattspyrnu, bæði á Íslandi sem og erlendis.

Vefurinn var stofnaður þann 15. apríl 2002. Við vefinn starfa fjórir starfsmenn í fullu starfi auk fjölda starfsmanna í hlutastarfi. Yfir sumartímann nær starfsmannafjöldinn mest í kringum 75 starfsmenn. Hafliði Breiðfjörð stofnaði vefinn og rekur hann enn í dag. Fotbolti.net er hlutafélag og er það að öllu leyti í eigu starfsmanna vefsins. Hafliði Breiðfjörð á 95% hlut og Magnús Már Einarsson, ritstjóri, á 5% hlut.

Árið 2011 var Fótbolti.net mótið haldið í fyrsta skipti. Mótið er fyrir sterkustu lið landsins sem taka ekki þátt í Reykjavíkurmótinu.

Árið 2020 gagnrýndi framkvæmdastórinn ný fjölmiðlalög þar sem fjölmiðillinn þótti ekki sitja við sama borð og aðrir fjölmiðlar og biðlaði til lesenda að styrkja vefritið. [1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

Tilvísanir

  1. Fimm svipuhögg ríkisins Fótbolti.net, skoðað 10. janúar 2020.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!