Fotbolti.net er fréttavefur um knattspyrnu. Vefurinn fjallar um allt sem tengist knattspyrnu, bæði á Íslandi sem og erlendis.
Vefurinn var stofnaður þann 15. apríl2002. Við vefinn starfa fjórir starfsmenn í fullu starfi auk fjölda starfsmanna í hlutastarfi. Yfir sumartímann nær starfsmannafjöldinn mest í kringum 75 starfsmenn. Hafliði Breiðfjörð stofnaði vefinn og rekur hann enn í dag. Fotbolti.net er hlutafélag og er það að öllu leyti í eigu starfsmanna vefsins. Hafliði Breiðfjörð á 95% hlut og Magnús Már Einarsson, ritstjóri, á 5% hlut.
Árið 2020 gagnrýndi framkvæmdastórinn ný fjölmiðlalög þar sem fjölmiðillinn þótti ekki sitja við sama borð og aðrir fjölmiðlar og biðlaði til lesenda að styrkja vefritið. [1]