Fátæktarmörk eru þær tekjur sem þarf til að lifa af í hverju landi. Venjulega eru þau reiknuð út með því að taka saman verð lífsnauðsynja sem meðalmanneskja þarf til að lifa í eitt ár. Oftast er húsaleiga veigamesti þátturinn svo hagfræðingar hafa skoðað fasteignamarkaðinn sérstaklega sem áhrifaþátt í fátækt.
Skilgreiningin á fátækt getur annars verið ólík milli landa og heimshluta. Frá 2015 hefur Heimsbankinn miðað alþjóðleg fátæktarmörk við 1,90 bandaríkjadali á dag.