Enrico Fermi (29. september1901 – 28. nóvember1954) var einn mesti eðlisfræðingur 20. aldarinnar og sérfræðingur í nifteindum. Fæddur í Róm, sonur Alberto Fermi og Idu de Gattis. 1922 útskrifaðist hann með doktorsgráðu í eðlisfræði frá Háskólanum í Pisa. Meðal afreka hans má nefna uppgötvun hans á lögmálunum sem stjórna eindum er hlýta einsetulögmáli Paulis árið 1926, en þær eru kallaðar Fermíeindir eftir honum, og kenningu hans um beta-hrörnun (1934) sem leiddi til uppgötvunnar kjarnaklofnunar. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1938 fyrir rannsóknir sínar á tilbúinni geislun nifteinda og kjarnahvörfum vegna hægfara nifteinda. Í kjölfarið flutti hann til Bandaríkjanna til að flýja Ítalíu fasismans og varð Bandarískur ríkisborgari árið 1944. Þar náði hann miklum árangri í rannsóknum á kjarnaklofnun og framkvæmdi röð tilrauna sem miðuðu að því að framkalla keðjuverkun kjarnaklofnunar. Þetta tókst 2. desember1942 á veggtennisvelli í Chicago. Í framhaldi af þessu tók hann þátt í Manhattan-verkefninu um smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Eftir stríðið tók hann við prófessorsstöðu við Chicago-háskóla og rannsakaði uppruna geimgeisla. Lengdareininginfermí er kennd við hann.