1 Leikir með meistaraflokkum og mörk talið í aðaldeild liðsins.
Elín skorar gegn Þýskalandi.
Elín Metta Jensen er íslensk fyrrum knattspyrnukona og læknir. Hún spilaði með Val og íslenska landsliðinu.
Elín hóf leik í úrvalsdeild kvenna árið 15 ára gömul árið 2010 og árið 2012 hlaut hún gullskóinn (ásamt Söndru Maríu Jessen) fyrir 18 mörk í jafnmörgum leikjum. Hún varð markahæst ásamt 2 öðrum í Pepsimaxdeild kvenna árið 2019 með 16 mörk.
Elín spilaði með aðallandsliðinu frá 2013. Árið 2017 skoraði hún og gaf tvær stoðsendingar í sigri gegn Þýskalandi.
Hún lagði skóna á hilluna árið 2022 til að einbeita sér að læknisstarfi.
Í öllum keppknum spilaði Elín 411 leiki og skoraði 301 mark.