Eiríkur á Brúnum

Eiríkur Ólafsson (oftast nefndur Eiríkur á Brúnum) (19. nóvember 182314. október 1900) var íslenskur bóndi og mormóni. Hann er frægastur fyrir ferðasögur sínar og sagnaþætti sem út komu í einni bók um miðja 20. öld. [1] Eiríkur var fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í skáldsögu hans Paradísarheimt.

Eiríkur bjó að Brúnum undir Eyjafjöllum í 23 ár. Á síðustu búskaparárum sínum, árið 1876, tók hann sér ferð á hendur til Kaupmannahafnar til að skoða sig um og ef til vill jafnframt til að hitta góðhest sem Valdimar prins hafði fengið hjá honum þegar hann var hér á ferð í fylgd með konunginum föður sínum tveimur árum áður. Eiríkur fluttist að Ártúnum í Mosfellshreppi og tók hann þar mormónatrú. Hann fór til Utah í Bandaríkjunum árið 1881 og var þar í 8 ár. Var hann þá einu sinni sendur hingað heim til trúboðs og var þá illa tekið. Eiríkur sagði skilið við mormónatrú árið 1889 og fluttist þá heim til Íslands og lést í Reykjavík árið 1900.

Eiríkur, Þórbergur og Laxness

Þórbergur Þórðarson varð einna fyrstur til að minnast á sögu Eiríks á prenti í bók sinni Ofvitanum sem kom ut á árunum 1940-1941. Þórbergur segir sögu hans í kaflanum Bókfell aldanna vegna þess að Eiríkur hafði einu sinni verið íbúi í Bergshúsi. Árið 1946 kom svo út rit Eiríks á einni bók á vegum Ísafoldarprentsmiðju. Vakti sú útgáfa mikla athygli. Eiríkur varð síðar fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í skáldsögu hans Paradísarheimt sem kom út 1960.

Tilvísanir

  1. Eiríkur á Brúnum: ferðasögur, sagnaþættir, mormónarit Eiríks Ólafssonar bónda á Brúnum; af Gegni.is[óvirkur tengill]

Tenglar

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!