Eiríkur Bergmann Einarsson (f. 6. febrúar 1969) er íslenskur stjórnmálafræðingur og rithöfundur.
Menntun og fræðistörf
Eiríkur Bergmann fæddist í Reykjavík árið 1969 og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hann er prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst.[1] Hann útskrifaðist með Cand.scient.pol.-gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1998 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009.[2] Hann hefur verið gestakennari við ýmsar menntastofnanir, eðal annars við félagsvísindabrautina í Háskólanum í Ljubljana í Slóveníu.[3]
Eiríkur er aðallega þekktur fyrir greiningu sína á þjóðernispopúlisma, sem hann telur að hafi orðið að sérstakri tegund nýþjóðernishyggju í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.[4] Hann hefur einnig rannsakað samsæriskenningar, Evrópusamruna og efnahagskerfi Íslands, sér í lagi í tengslum við efnahagshrunið 2008 og eftirmála þess.[5]
Greinahöfundur
Eiríkur Bergmann er virkur greinahöfundur hjá ýmsum íslenskum fréttablöðum og hjá breska blaðinu The Guardian.[6]