Eiginkona (í eldri íslensku eignarkona, ektakvinna eða ektavíf) er kvenkyns aðili í hjónabandi. Kona sem giftist verður eiginkona við giftingu, en er rétt fyrir og eftir athöfnina nefnd brúður og karlmaðurinn, ef einhver, brúðgumi. Bíðandi eiginkona var nefnd biðkván í forníslensku, og í skáldamáli var eiginkona stundum nefnd eyrarúna, inna og spúsa. Hið síðastnefnda er oft notað enn þann dag í dag.
Tengt efni