Egill Eyjólfsson

Egill Eyjólfsson (12951341) var biskup á Hólum frá 1331 til dauðadags, 1341.

Faðir Egils var Eyjólfur, gullsmiður, en móðir hans var Þorgerður Egilsdóttir.

Egill var settur til náms í Þingeyraklaustri, og var Lárentíus Kálfsson, síðar biskup, einkakennari hans þar. Varð Egill fyrst djákni, vígðist prestur 1318 og varð um svipað leyti skólameistari á Hólum, rúmlega tvítugur. Auðunn rauði var þá biskup, og var mjög stirt samband hans við Þingeyramunka, ekki síst Lárentíus. Egill beitti sér þá fyrir því, haustið 1319, að þeir Auðun og Lárentíus sættust.

Egill hélt síðar Grímstungur í Vatnsdal, en fékk svo Grenjaðarstað í Aðaldal að veitingu Eilífs erkibiskups.

Eftir fráfall Lárentíusar Kálfssonar, 1331, var Egill kjörinn biskup á Hólum. Lítið er vitað um biskupstíð hans, en þó er talið að fjárhagur stólsins hafi þá verið í góðu lagi.

Heimildir

  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I.
  • Þorsteinn Gunnarsson (ritstj.): Um Auðunarstofu, bls. 184.



Fyrirrennari:
Lárentíus Kálfsson
Hólabiskup
(13311341)
Eftirmaður:
Ormur Ásláksson


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!