Skýrt einkenni efnasambands er að það hefur efnaformúlu. Formúlur lýsa hlutfalli frumeinda í efni, ásamt fjölda frumeinda af hverju frumefni fyrir sig í hverri sameind efnisins (af þessum ástæðum er formúlan fyrir eten C2H4, en ekki CH2).
Efnasambönd geta verið í margvíslegu efnisástandi. Flest efnasambönd eru í föstu formi. Sameindaefnasambönd eru einnig til í vökva- eða gasformi. Öll efnasambönd brotna niður í smærri efnasambönd eða einstök frumefni ef þau eru hituð upp að ákveðnu hitastigi (kallað sundurleysishitastig). Öllum efnasamböndum sem lýst hefur verið, hefur verið gefið einkvæm einkennistala sem kallast CAS-númer.