Deimos er ytra tunglMars, hitt verandi Fóbos. Deimos er að mestu úr kolefni og ís og hefur mestu endurskinshæfni allra fyrirbæra í sólkerfinu. Þvermál Deimosar er innan við 20 km og er lögun hnattarins nokkuð óregluleg. Eins og tungl jarðarinnar snýr Deimos alltaf sömu hlið að Mars.[1] Hæð Deimos frá yfirborði Mars er um 23 500 km sem gerir innan við 1/15 af fjarlægð tunglsins frá jörðinni.