Danska eyja, á Svalbarða er um 40 km² stór eyja norðvestanmegin í eyjaklasanum, skammt frá Spitsbergen. Beint norður af henni liggur Amsterdameyja.
Eyjan dregur nafn sitt af því að Danir byggðu þar árið 1625 hvalveiðistöð, vestarlega á eynni.[1]
Eyjan liggur innan marka friðlandsins á Norðvestur-Spitsbergen sem nefnist Nordvest-Spitsbergen-þjóðgarðurinn.[1]
Á eynni má finna hreindýr, rostunga og ísbjörn.[1]
Tilvísanir
- ↑ 1,0 1,1 1,2 Susan Barr (14. desember 2020). „Danskøya“. Store norske leksikon (norskt bókmál).