Daniela Ruah (fædd Daniela Sofia Kornn Ruah, 2. desember 1983) er bandarísk og portúgölsks leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles og portúgölsku sápuóperunni Jardins Proibidos .
Einkalíf
Ruah fæddist í Boston í Massachusetts en ólst upp í Portúgal frá fimm ára aldri. Hún er af bandarískum og portúgölskum uppruna. Ruah stundaði nám við London Metropolitan-háskólann þaðan sem hún útskrifaðist með B.A.-gráðu í leiklist.[1]. Fluttist hún aftur til Portúgals til að stunda leiklistaferil sinn. Ruah tók þátt í Dança Comigo sem er portúgalska útgáfan af Dancing with the Stars sem hún vann árið 2007. Sama ár þá fluttist hún til New York og stundaði leiklistarnám við Lee Strasberg Theatre and Film Institute.
Ferill
Sjónvarp
Ruah byrjaði feril sinn í portúgalska sjónvarpinu. Þegar hún var sextán ára þá fékk hún hlutverk í sápuóperunni Jardins Proibidos sem Sara sem hún lék frá 2000-2001 .[2] Kom hún síðan fram í sápuóperunum Filha do Mar, Dei-te Quase Tudo og Tu e Eu. Ruah hefur einnig komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttunum Elsa, uma Mulher Assim, Inspector Max og The Guiding Light. Hefur hún síðan 2009 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angeles sem NCIS alríkisfulltrúinn Kensi Blye.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Ruah var árið 2006 í Canaviais og hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Midnight Passion, Safe Haven og Red Tails.
Kvikmyndir og sjónvarp
Kvikmyndir
|
Ár
|
Kvikmynd
|
Hlutverk
|
Athugasemd
|
2006
|
Canaviais
|
Margarida
|
|
2008
|
Blind Confession
|
Kona
|
|
2009
|
Midnight Passion
|
Sophie
|
|
2010
|
Tu & Eu
|
Sofia
|
|
2012
|
Red Tails
|
Sofia
|
Í eftirvinnslu
|
Sjónvarp
|
Ár
|
Titill
|
Hlutverk
|
Athugasemd
|
2001
|
Querida Mãe
|
Zezinha
|
Sjónvarpsmynd
|
2000-20001
|
Jardins Proibidos
|
Sara
|
148 þættir
|
2001
|
Elsa, uma Mulher Assim
|
Mónica
|
Þáttur nr: 1.11
|
2001-2002
|
Filha do Mar
|
Constança Valadas
|
168 þættir
|
2004
|
Inspector Max
|
Verónica Botelho
|
Þáttur: Marcas do Passado
|
2005-2006
|
Dei-te Quase Tudo
|
Rita
|
195 þættir
|
2006-2007
|
Tu e Eu
|
Daniela Pinto
|
197 þættir
|
2008
|
Casos da Vida
|
Rita
|
Þáttur: Passo em Falso
|
2009
|
The Guiding Light
|
Gigi
|
Þáttur nr: 1.15628
|
2009
|
NCIS
|
Kensi Blye
|
2 þættir
|
2009-2023
|
NCIS: Los Angeles
|
Kensi Blye
|
55 þættir
|
Verðlaun og tilnefningar
Portúgölsku Golden Globes-verðlaunin
Teen Choice-verðlaunin
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar