Daisy Town

Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

Daisy Town eftir Morris (Maurice de Bevere) og René Goscinny er 51. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1983 og er byggð á samnefndri teiknimynd um Lukku Láka frá árinu 1971. Bókin hefur ekki komið út í íslenskri þýðingu.

Söguþráður

Á leið sinni yfir þurra gresjuna í Villta Vestrinu koma landnemar í vagnalest auga á einmana lilju og ákveða að reisa bæ á staðnum og kenna við blómið. Bærinn er vart risinn þegar alls kyns glæpalýður fer að venja komur sínar þangað með tilheyrandi róstum og byssubardögum. Þegar Lukku Láki kemur til Daisy Town og bæjarbúar sjá að hann á í fullu tré við óbótamennina er honum boðin staða skerfara í bænum. Lukku Láki hreinsar til í bænum, en á sama tíma fréttist af Daltón bræðrum í nágrenninu sem veldur skelfingu meðal bæjarbúa. Eftir nokkrar rimmur eru Daldónarnir hraktir burt úr bænum og lenda þá í klóm indíána. Jobbi grípur tækifærið og fær indíánanna til að segja bæjarbúum stríð á hendur.

Fróðleiksmolar

  • Daisy Town er endurgerð samnefndrar fransk-belgískrar teiknimyndar um Lukku Láka frá árinu 1971 sem gerð var eftir handriti Morris og Goscinny. Er bókin af þessum sökum talsvert frábrugðin öðrum bókum í ritröðinni og ber þess merki að vera að uppistöðu til kvikmyndahandrit. Bókin var teiknuð af Pascal Dabére, aðstoðarmanni Morris, og eru teikningarnar hrárri og einfaldari en oftast áður. Þá er söguþráður bókarinnar samsuða úr nokkrum eldri sögum um Lukku Láka, t.d. Óaldarflokki Jússa Júmm og Allt í sóma í Oklahóma. Margar persónur bókarinnar eiga sér jafnframt fyrirmyndir í eldri bókum, t.d. í Grænjaxlinum.
  • Í einum ramma bókarinnar hefur gleymst að teikna byssu Lukku-Láka í byssuslíður hans. Sjá bls. 4.
  • Þegar bókin kom út á ensku árið 2016 var kápumyndinni breytt og sígarettan fjarlægð ásamt hauskúpureyknum.
  • Árið 1991 var sagan kvikmynduð í kvikmyndinni Lucky Luke með ítalska leikaranum Terence Hill í aðalhlutverki.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!