Frakkar lögðu Dahómey undir sig 1892-1894. Flestir þeirra hermanna sem börðust gegn her konungsins voru þó Afríkubúar, svo sem Jórúbar, sem voru alls ekki mótfallnir því að Frakkar tækju yfir. Þegar Frakkar höfðu unnið sigur í orrustu við síðasta konunginn, Behanzin, í nóvember árið 1892 kveikti hann í höfuðborginniAbómey og flýði norður á bóginn.