Dahómey

Stríðskonur frá Dahómey. Koparstunga.

Dahómey var afrískt konungsríki Fon-fólksins, staðsett þar sem nú er Benín. Konungsríkið var stofnað á 16. öld og lifði fram undir lok 19. aldar þegar Frakkar frá Senegal lögðu það undir sig og gerðu það að hluta Frönsku Vestur-Afríku. Konungsríkið dafnaði á þrælaversluninni við Evrópumenn og varð eitt af svokölluðum byssuríkjum Vestur-Afríku. Ríkið var mjög miðstýrt. Konungurinn var dýrkaður sem guð og hann átti formlega allt land sem hann skattlagði.

Frakkar lögðu Dahómey undir sig 1892-1894. Flestir þeirra hermanna sem börðust gegn her konungsins voru þó Afríkubúar, svo sem Jórúbar, sem voru alls ekki mótfallnir því að Frakkar tækju yfir. Þegar Frakkar höfðu unnið sigur í orrustu við síðasta konunginn, Behanzin, í nóvember árið 1892 kveikti hann í höfuðborginni Abómey og flýði norður á bóginn.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!