Archer er líka þekktur fyrir seglskútu sem hann hannaði fyrir Redningsselkabet (norska björgunarsveitin) sem þeir notuðu í mörg ár. Í dag eru þeir bátar venjulega kallaðir Colin Archer. Fyrsti björgunarbáturinn Colin Archer RS 1 er enn til og er notaður sem safnskip.
Archer eyddi miklum tíma í að reikna út hvernig góður skipsskrokkur ætti að vera. Verk hans eru enn í dag notuð við hönnun nýrra skipa. Björgunarskúturnar hans voru notaðar í Noregi langt fram á 20. öld og enn eru skútur smíðaðar eftir teikningum hans.