Chien-Shiung Wu (吳健雄; 31. maí, 1912 – 16. febrúar, 1997) var kínversk-bandarískur kjarneðlisfræðingur og tilraunaeðlisfræðingur sem er fræg fyrir framlög sín til öreindafræði. Wu vann við Manhattanverkefnið þar sem hún þróaði aðferð til að aðgreina úranísótópa í úran-235 og úran-237 með gasdreifingu. Hún er þekktust fyrir Wu-tilraunina sem sannaði að speglun varðveitist ekki. Þessu uppgötvun varð til þess að samstarfsmenn hennar, Tsung-Dao Lee og Chen-Ning Yang, fengu Nóbelsverðlaun árið 1957, en hún sjálf fékk Wolf-verðlaunin í eðlisfræði 1978. Færni hennar í tilraunaeðlisfræði varð til þess að hún var kölluð „forsetafrú eðlisfræðinnar“, „kínverska Marie Curie“ og „drottning kjarneðlisfræðinnar“.[1][2]
Tilvísanir