Charing Cross er sunnan megin við Trafalgar Square í Westminster og dregur nafnið sitt af Eleanorkrossi sem var rifinn árið 1647 en þar stendur nú stytta af Karli 1. á hestbaki. Charing Cross var upprunulega þorp sem hét Charing en er nú umlukið og runnið saman við London, og því ekki lengur til sem slíkt. Stór lestarstöð er í Charing Cross og þaðan er hægt að ferðast með lestum til suðvesturhluta Englands.