Um miðjan 6. áratuginn stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og framleiddi nokkrar kvikmyndir sem Universal dreifði. Hann var þannig með fyrstu Hollywood-stjörnunum sem fór út úr kvikmyndaverunum, sem annars stjórnuðu öllu sem tengdist ferli leikara á þeirra snærum. 1966 dró hann sig í hlé þegar hann eignaðist barn með eiginkonu sinni Dyan Cannon sem var 33 árum yngri en hann. Hann lést úr heilablæðingu.