Brynstirtla eða Atlantshafs-brynstirtla, stundum nefnd í daglegu tali hrossamakríll, (fræðiheitiTrachurus trachurus) er uppsjávarfiskur af brynstirtluætt. Hún er algeng víða í Norður-Atlantshafi og lifir þar í stórum torfum frá yfirborði en þó aðallega á 100 til 200 metra dýpi. Brynstirta er frekar lítill fiskur með stutta trjónu og lítinn kjaft. Fiskurinn hefur áberandi samfellda röð af stórum beinplötum eftir endilangri rákinni og skýrir það heitið brynstirtla.
Í Afríku er svokölluð höfða-brynstirtla notaðuð til manneldis, bæði reykt, þurrkaðuð og til annarar vinnslu. Í Evrópu hefur brynstirtla aðallega verið veidd til bræðslu. Brynstirla hefur fundist í íslenskri lögsögu en aldrei hrogn hennar, svo þar hafa verið um flækingsfiska að ræða.
Nafnið hrossamakríll
Nokkur ruglingur hefur verið varðandi nafnið hrossamakríll því það er oft í daglegu máli notað eingöngu um brynstirtlu eina og sér en einnig um nokkrar aðra tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx.
Hérlendir fiskifræðingar aftur á móti nota ekki heitið hrossmakríll heldur einungis brynstirtla. Til aðgreiningar þeirra tegunda sem sameiginlega eru oft nefndar hrossamakríll er notast við viðskeyti eftir búsetusvæðum.
Sem dæmi er brynstirtla einnig nefnd Atlantshafs-brynstirtla út frá búsetusvæði sínu í Norður-Atlantshafi. Önnur tegund sem einnig hefur verið nefnd hrossamakríll er höfða-brynstirtla (Trachurus capensis, e. Cape horse mackerel) en hún aftur á móti lifir við syðsta odda Afríku, Góðrarvonarhöfða og dregur af honum höfða viðskeytið sitt. Á ensku er það eins að notað er viðskeytið cape eftir Cape Horn sem er enska heiti Góðrarvonarhöfða.[1]