Björn Friðriksson

Björn Friðriksson

Björn Friðriksson (6. maí 18783. nóvember 1946) var kvæðamaður og hagyrðingur og einn helsti stofnandi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem stofnað var árið 1929.

Björn fæddist að Þorgrímsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Friðrik Gunnarsson hreppstjóri frá Mýrum í Miðfirði og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Björn var einn af sex börnum þeirra hjóna er komust á legg. Björn flutti að heiman þegar hann var 22 ára og stundaði lausamennsku við fiskveiðar og landbúnað.

Björn giftist í maí 1903 Ingigerði Árdísi Björnsdóttur frá Vatnsenda í Vesturhópi. Þau hjón bjuggu í Húnavatnssýslu í yfir 20 ár. Hann byggði sér býli sem hann kallaði Engibrekku og bjó þar í sjö ár.

Ekki var mikið um menntun að ræða þegar Björn ólst upp nema það sem nauðsynlegt var fyrir ferminguna. En Björn var vel gefinn og tókst af sjálfsdáðum að afla sér nokkurrar menntunar. Hann las mikið og skrifaði og var fjölfróður maður. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum eins og sóknarnefnd, sveitastjórn og fleiru.

Árið 1924 tók Björn sig upp með fjölskylduna og flutti til Reykjavíkur. Þar vann hann hjá Mjólkurfélaginu og Hafnargerð Reykjavíkur. Björn Friðriksson var einn af sterkustu frumkvöðlum þess að Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað. Það var stofnað árið 1929.Tilurð þess var að Björn var staddur með fjöldkyldu sinni á Þingvöllum og fengu þau þessa hugmynd að stofun félagsins. Tilgangur þess var að að stofna með sér félagsskap til varðveislu og verndar þeirrar listar, sem íslenskar rímnastemmur og stökur eru grundvallaðar á. Björn var ritari í fyrstu stjórn þess og formaður frá 1943 til 1946. Meðal Iðunnarfélaga voru systur Björns þær Ingibjörg, Sigríður og Þuríður. Björn þótt einstakur kvæðamaður og góður hagyrðingur þó að fátt hafi komið út eftir hann á prenti. Björn lést í Reykjavík 3. nóvember árið 1946.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!