Bjarki Karlsson (f. 1965) er málfræðingur og kerfisfræðingur. Árið 2013 sendi hann frá sér bókina Árleysi alda[1] sem inniheldur háttbundinn kveðskap. Fyrir bókina hlaut Bjarki Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana[2] í flokki ljóðabóka sama ár. Bókin var mest selda ljóðabók ársins 2013. Árið 2014 kom út innbundin viðhafnarútgáfa af bókarinnar og nefndist þá Árleysi árs og alda[3]. Sú útgáfa er með auknum texta, ásamt hljóðbók og hljómdiski með fjölda flytjenda.[4]