Ben Ainslie (f. 5. febrúar1977) er breskursiglingamaður. Hann náði verðlaunasæti fimm sinnum í röð á Ólympíuleikunum þar af fjórum sinnum fyrsta sæti. Hann er þar með sá fyrsti sem hefur unnið til verðlauna í siglingum á fimm Ólympíuleikum, sá þriðji sem unnið hefur fimm verðlaun í siglingum á leikunum (á eftir Torben Grael og Robert Scheidt) og annar til að vinna fjögur gullverðlaun (á eftir Paul Elvstrøm).
Hann varð heimsmeistari á Laser Radial árið 1993 og síðan tvisvar í röð á Laser Standard, 1998 og 1999. Frá 2002 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari á Finn. Á Ólympíuleikunum 1996 varð hann í öðru sæti á Laser Standard en hampaði gullinu árið 2000. Á Ólympíuleikunum 2004 keppti hann á Finn og sigraði þann flokk í það og næstu þrjú skipti.