Bandalag íslenskra skáta (stofnað 6. júní 1924) eru landssamtök skáta á Íslandi. Samtökin urðu meðlimur að alþjóðlegu skátahreyfingunni 29. ágúst 1924. BÍS rekur skátamiðstöð að Úlfljótsvatni sem hefur hýst landsmót skáta, sumarmót og sumarbúðir. Innan skátamiðstöðvarinnar er 5000 manna tjaldstæði og 10 metra klifurturn.
Saga
Skátastarf á Íslandi hófst líklega í kringum 16. júlí 1911[1] þegar Ingvar Ólafsson, skáti í Danmörku, undirbjó stofnun skátafélags sem varð að veruleika ári síðar undir nafninu Skátafélag Íslands. Í kjölfarið var skátafélag stofnað 23. apríl 1913 í Reykjavík, 22. maí 1917 á Akureyri og 1920 á Eyrarbakka. Tveimur árum síðar, 7. júlí var fyrsta kvenskátafélag íslands Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað.
6. júní 1924 var landsamband drengskáta stofnað undir nafninu Bandalag íslenskra skáta og fékk inngöngu í skátahreyfinguna sama árs. Fyrsti skátahöfðingi hennar var Axel W. Tulinius. Landsamband kvenskáta var stofnað meira en áratug síðar 23. mars 1938 undir nafninu Kvenskátasamband Íslands. Þremur árum síðar fær landsamband drengskáta jarðréttindi yfir Úlfljótsvatni.
1944 gengu skátafélög kvenskáta inn í Bandalag skáta og urðu þar með fyrsta landsamband kven- og drengskáta í heiminum.
Landsmót skáta á Íslandi
Landsmót skáta hafa verið haldin á Íslandi síðan 1925. Landsmótin voru upphaflega haldin á fjögurra ára fresti en nú eru þau haldin á þriggja ára fresti. Nýleg skátamót á íslandi eru:
Ár |
Staðsetning |
Þema
|
1981
|
Kjarnaskógi, Akureyri
|
Nýr heimur - nýtt líf
|
1986
|
Viðey
|
Nýtt lýðveldi
|
1990
|
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni
|
Undraland
|
1993
|
Kjarnaskógi, Akureyri
|
Út í veröld bjarta
|
1996 |
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni |
Á víkingaslóð
|
1999 |
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni |
Leiktu þitt lag
|
2002 |
Hamrar, Akureyri |
Álfar og tröll
|
2005 |
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni |
Orka jarðarinnar
|
2008 |
Hamrar, Akureyri |
Á víkingaslóð
|
2012 |
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni |
Aldarafmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi
|
2014
|
Hamrar, Akureyri
|
Í takt við tímann
|
2016
|
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni
|
Leiðangurinn mikli
|
2024
|
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatni
|
Ólíkir heimar
|
Heimildir