Baldur fæddist á Selfossi þann 25. janúar 1968. Foreldrar hans eru Þórhallur Ægir Þorgilsson og Þorbjörg Hansdóttir. Hann ólst upp á bænum Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangá. Baldur lauk grunnskóla á Hellu.[4]
Menntun
Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1988.[4] Árið 1991 útskrifaðist hann með BA-gráðu úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Í kjölfarið hélt hann út í nám við Háskólann í Essex í Englandi þaðan sem hann útskrifaðist með MA-gráðu í stjórnmálum Vestur-Evrópu árið 1994. Árið 1999 lauk hann doktorsgáðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Essex.[2][4]
Í BA námi sínu við HÍ tók hann virkan þátt í starfi stúdentahreyfingarinnar Vöku. Árið 1999 var hann einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og hefur tekið virkan þátt í réttindabaráttu hinsegin fólks.[4]
Ferill
Baldur endurreisti Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands árið 2002 og stofnaði í leiðinni Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands.[3] Einnig stofnaði hann Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki sem hefur starfað frá 2003. Árið 2008 settist hann í stjórn Félagsstofnunnar stúdenta. Árið 2014 varð hann deildarforseti stjórnmálafræðideildar HÍ.[4]
Þann 4. mars2024 fyrir miðnætti ákvað Gunnar Helgason náinn vinur Baldurs og Felix að skora á Baldur að bjóða sig fram til forseta. Þetta kom fram í Facebook-hópnum Baldur og Felix – alla leið. Á sólarhring höfðu rúmlega tíu þúsund manns skráð sig á stuðningssíðuna.[6] Degi síðar sagði Baldur að hann og Felix myndu leggja enn betur við hlustir[7] og ný skoðanakönnun sýndi að fólk var jákvætt fyrir framboði.[8]
Þann 20. mars 2024 ákvað Baldur að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum 2024.[9]
Hann endaði með 8,4% fylgi og í 5. sæti frambjóðenda.