Auður Hauksdóttir

Auður Hauksdóttir
Fædd12. apríl 1950
Reykjavík
StörfPrófessor í dönsku við Háskóla Íslands

Auður Hauksdóttir (f. 1950) er prófessor í dönsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Ferill

Auður fæddist í Reykjavík 12. apríl 1950.[1] Hún lauk BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1977, kandídatsprófi í dönsku frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1987 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1998.[2]

Frá 1979 kenndi Auður dönsku við Flensborgarskólann í Hafnarfirði uns hún hóf doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla árið 1993. Hún er löggiltur skjalaþýðandi og menntaður leiðsögumaður og hefur sinnt bæði þýðingarverkefnum og leiðsögn. Á árunum 1995 til 1998 var Auður lektor í dönsku við Kennaraháskóla Íslands, en árið 1998 var hún ráðin lektor í dönsku við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hún varð dósent árið 2003 og prófessor 2014. Auður hefur kennt fjölmörg námskeið um danskt mál og málnotkun og um tengsl íslensku og dönsku. Auður var formaður Skorar þýsku og Norðurlandamála á árunum 1999–2001 og sat í stjórn Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands á árunum 2001 til 2018.[3]

Auður var forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum frá því að henni var komið á fót árið 2001[4] til ársins 2018. Hún sat í byggingarnefnd um hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og átti sæti í dómnefnd um bygginguna. Þá vann hún að undirbúningi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar[5] og var stjórnarformaður Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, sem er starfrækt undir merkjum UNESCO, frá árinu 2014 til haustsins 2018.[6]

Rannsóknir

Rannsóknir Auðar hafa einkum beinst að dönsku sem erlendu tungumáli og danskri tungu og menningu á Íslandi í sögu og samtíð.[7][8]Doktorsritgerð hennar, Lærerens strategier – elevernes dansk,[9] fjallar um dönskukennslu í íslenskum skólum.[10] Þá hefur hún rannsakað hvernig íslenskum námsmönnum gengur að nota dönsku í framhaldsnámi í Danmörku.[11] Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í bókinni Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst: Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark sem kom út í seríunni Københavnerstudier i tosprogethed og fræðimenn við Kaupmannahafnarháskóla standa að.[12]

Auður hefur einnig unnið að rannsóknum á dönskum orðasamböndum í samanburði við íslensku og er afrakstur þeirra m.a. veforðabók á netinu yfir föst orðasambönd á dönsku og íslensku,[13] en hún var eitt þeirra verkefna sem hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2010.[14]

Auður stóð ásamt Guðmundi Jónssyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Erik Skyum-Nielsen, lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, fyrir verkefninu Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900–1970.[15] Niðurstöður þeirrar rannsóknar er m.a. að finna í bókinni Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900–tallet.[16][17] Í tengslum við rannsóknina komu forsvarsmenn hennar upp heimasíðu,[18] sem hefur að geyma ýmsar heimildir sem snerta Dani og dönsk áhrif á Íslandi.

Auður fer nú fyrir norrænni rannsókn á tengslum færeysku, íslensku og norsku við danska tungu á tímabilinu 1890–1920. Þá er hún ásamt Birnu Arnbjörnsdóttur prófessor í forystu fyrir rannsókn á tengslum færeysku, grænlensku og íslensku við dönsku og ensku í samtímanum.

Ýmis störf og verkefni

Auður hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Má nefna að hún hefur setið í stjórn sjóðsins Stiftelsen Clara Lachmanns Fond[19] frá árinu 2007, átt sæti í fulltrúaráði Hins íslenska bókmenntafélags frá 2015[20] og í stjórn Snorrastofu[21] frá 2018.[22] Auður átti sæti í alþjóðlegum ráðgjafahópi um framtíð tungumála í grænlenskum skólum sem starfaði á vegum grænlensku heimastjórnarinnar á árunum 2017–2018.[23] Þá átti hún tvívegis sæti í samnorrænni nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem var falið að skrifa ramma og verkáætlun fyrir norrænt málasamstarf, annars vegar á tímabilinu 1996–2000 og hins vegar 2004–2006. Auður sat í stjórn Endurmenntunarstofnunar á árunum 1986–1996 og í stjórn Hins íslenska kennarafélags á árunum 1987–1989.[3]

Viðurkenningar

Í janúar 2017 sæmdi Margrét Danadrottning Auði riddarakrossi Dannebrogsorðunnar af fyrstu gráðu. Áður, í febrúar 2008, hafði hún verið sæmd riddarakrossi Dannebrogsorðunnar sem viðurkenningu fyrir mikilvægt framlag í þágu dönskukennslu og rannsókna á danskri tungu og menningu og fyrir að hafa stuðlað að auknum skilningi og jákvæðum tengslum milli Íslands og Danmerkur.[24]

Einkalíf

Auður er dóttir Hauks Magnússonar húsasmíðameistara (1913–1988) og Kristínar Þorleifsdóttur húsmóður (1925). Eiginmaður Auðar er Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri og eiga þau tvö börn, Hauk og Kristínu.[25]

Helstu ritverk

Bækur

Greinar

  • Auður Hauksdóttir. 2018. „Íslensk málrækt í dönskum jarðvegi. Tengsl dönsku og íslensku á fyrri hluta nítjándu aldar“. Skírnir 192 (2): 229–272.
  • Auður Hauksdóttir. 2016. „Björguðu Danir íslenskunni? Um tengsl íslensku og dönsku á átjándu öld“. Skírnir 190 (2): 420–457.
  • Auður Hauksdóttir. 2016. „The Role of the Danish Language in Iceland“. Linguistik Online 79 (5): 77–91.
  • Auður Hauksdóttir, Jørn Lund, Ulla Börestam. 2016. „Language and Culture Link Us Together“. Nordic Ways. Washington: The Johns Hopkins University, Center for Transatlantic Relations, 91–99.
  • Auður Hauksdóttir. 2015. „At klare sig på dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst“. Nordand : nordisk tidsskrift for andrespråksforskning 10 (2): 25–52.
  • Auður Hauksdóttir. 2015. „Enska í framhaldsnámi Íslendinga í Danmörku“. Whelpton, Matthew, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, Martin Regal (ritstj.). An intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfan, 218–224.
  • Auður Hauksdóttir. 2015. „Islændingenes m¬øde med dansk sprog“. Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Guðmundur Jónsson (ritstj.). Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan, 165–222.
  • Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Guðmundur Jónsson. 2015. „Indledning: En anderledes historie om to landes samkvem“. Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan, 21–37.
  • Henrichsen, Peter Juel og Auður Hauksdóttir. 2015. „Talebob – den tålmodige transnordiske udtaletræner“. Duncker, Dorthe, Eva Skafte Jensen og Ole Ravnholt (ritstj.). Rette ord.
  • Festskrift til Sabine Kirchmeier-Andersen i anledning af 60-årsdagen. København: Dansk Sprognævns skrifter 46, 159–170.
  • Auður Hauksdóttir. 2014. „Sprogværktøjet Frasar.net. Om fraser og fraseindlæring anskuet kontrastivt“. Språk i Norden, 68–82.
  • Auður Hauksdóttir. 2014. „Um dönskukunnáttu Íslendinga á nítjándu öld“. Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 6: 13–42.
  • Auður Hauksdóttir. 2013. „Language and the Development of National Identity : Icelanders' Attitudes to Danish in Turbulent Times“. Christiansen, Lene Bull, Kirsten Hvenegård-Lassen og Nanna Kirstine Leets Hansen (ritstj.).‘Made in Denmark’. Investigations of the dispersion of ‘Danishness’. KULT 11: 65–94.
  • Auður Hauksdóttir. 2012. „At komme til orde på et mundret dansk. Om fraser, fraseindlæring og fraseværktøj anskuet kontrastivt“. Heegård, Jan og Peter Juel Henrichsen (ritstj.). Speech in Action. Proceedings of the 1st SJUSK Conference on Contemporary Speech Habits. Copenhagen Studies in Language 42: 123–142.
  • Auður Hauksdóttir. 2012. „Sproglig og kulturel diversitet – målet for et UNESCO-center i Island“. Sprogforum. Tidsskrift for Sprog- og Kulturpædagogik 18 (55): 79–84.
  • Auður Hauksdóttir. 2011. „Danske minder i Island. Om mødet mellem dansk og islandsk kultur“. Danske studier – tidsskrift for dansk sprog, studier og folkeminder 106: 5–49.
  • Auður Hauksdóttir. 2011. „„Yderst mod Norden lyser en ø ...“': strejflys over islændingenes møde med dansk og norsk sprog og kultur“. Akselberg, Gunnstein og Edit Bugge (ritstj.). Vestnordisk språkkontakt i 1200 år. Þórshöfn: Faroe University Press, 39–78.
  • Auður Hauksdóttir. 2009. „Frá fornum málum til nýrra. Um kennslu erlendra tungumála á Íslandi í sögulegu ljósi“. Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 1: 11–53.
  • Auður Hauksdóttir. 2007. „Idiomerne glimrer ved deres fravær Om dansk-islandsk idiomatik“. Jørgensen, Henrik og Peter Widell (ritstj.). Det bedre argument! Árósar: Wessel og Huitfeldt, 197–215.
  • Auður Hauksdóttir. 2005. „CALL i undervisningen i nordiske sprog på akademisk niveau“. Holmboe, Henrik (ritstj.). Nordisk Sprogteknologi. Årbog for Nordisk Sprogteknologisk Forskningsprogram 2000–2004. Kaupmannahöfn: Museum Tusculanums Forlag, 173–187.
  • Auður Hauksdóttir. 2005. „Hvorfor undervises der i dansk i Island?“ Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen (ritstj.). Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden : Hyldest til Vigdís Finnbogadóttir. Islands præsident 1980–1996. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 157–170.
  • Auður Hauksdóttir. 2004. „CALL for Communicative competence in Foreign Languages“. Henrichsen, Peter Juel (ritstj.). CALL for the Nordic Languages. Tools and Methods for Computer Assisted Language Learning. Copenhagen Studies in Language 30: 9–32.
  • Auður Hauksdóttir. 2004. „„Født i syttenhundrede og surkål“ og „hefur lagt frá sér tréklossana““. Jørgensen, Henrik og Peter Stray Jørgensen (ritstj.). í samvinnu við Birgitte Skovby Rasmussen og Ole Ravnholt. På godt dansk : Festskrift til Henrik Galberg Jacobsen i anledning af hans 60 års fødselsdag den 4. februar 2004. Árósar: Wessel og Huitfeldt, 123–133.
  • Auður Hauksdóttir. 2003. „Dansk som fremmedsprog i Island – tradition og nytænkning“. Holmen, Anne, Esther Glahn og Hanne Ruus (ritstj.). Veje til dansk – forskning i sprog og sprogtilegnelse. Kaupmannahöfn: Akademisk Forlag, 169–217.

Ritstjórn

  • Auður Hauksdóttir (ritstj.). 2018. Sprog åbner verdener. Ord til Vigdís. Þýðing Erik Skyum-Nielsen. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
  • Auður Hauksdóttir ásamt Guðmundi Jónssyni og Erik Skyum-Nielsen (ritstj.). 2015. Á mótum danskrar og íslenskrar menningar 1900–1970. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan.
  • Auður Hauksdóttir (ritstj.). 2010. Tungumál ljúka upp heimum: Orð handa Vigdísi. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
  • Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.). 2007. Mál málanna. Um nám og kennslu erlendra tungumála. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfan.
  • Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Jørn Lund (ritstj.). 2005. Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
  • Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir (ritstj.). 2002. Forskning i nordiske sprog som andet – og fremmedsprog. Rapport fra konference i Reykjavík 23.–25. maj 2001. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Heimildir

  1. Mbl.is. (2001, 20. maí). Samnorræn ráðstefna. Sótt 25. október 2019.
  2. Vigdis Finnbogadottir Institute of foreign languages. Auður Hauksdóttir Professor of Danish language at the University of Iceland Geymt 28 september 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
  3. 3,0 3,1 „Háskóli Íslands. Auður Hauksdóttir. Prófessor danska. Ferilskrá“. Sótt 25. október 2019.
  4. Svavar Hvarðsson. (2006, 29. júlí). Tungumálin eru lykill heimsins (bls. 30-31). Fréttablaðið. Sótt 25. október 2019.
  5. Hugvísindasvið Háskóla Íslands (2011, 8. desember). Viðburðaríkir dagar hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Sótt 25. október 2019.
  6. Magnús Guðmundsson. (2017, 15. apríl). Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu. Visir.is. Sótt 25. október 2019.
  7. Danske minder i Island (Danske studier 2011). Sótt 25. október 2019.
  8. Google Scholar. Auður Hauksdóttir. Sótt 25. október 2019.
  9. Auður Hauksdóttir. (2001). Lærerens strategier - elevernes dansk. Dansk som fremmedsprog i Island. Sótt 25. október 2019.
  10. Gunnar Hersveinn. (1999, 16. mars). Árangurinn veltur á kennaranum. Morgunblaðið. Sótt 25. október 2019.
  11. Mbl.is. (2013, 6. ágúst). Innlegg í umræðu um tungumálakennslu. Sótt 25. október 2019.
  12. Auður Hauksdóttir. (2012). DANSK SOM FREMMEDSPROG I EN AKADEMISK KONTEKST. Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark. Sótt 25. október 2019.
  13. Frasar.net. Dansk–islandsk sproghjælp Geymt 22 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
  14. RÚV. (2010, 19. nóvember). Hagnýtingarverðlaun HÍ afhent. Sótt 25. október 2019.
  15. Mbl.is. (2009, 26. september). Dönsk áhrif á Íslandi. Sótt 25. október 2019.
  16. Háskóli Íslands. (2015). Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Sótt 25. október 2019.
  17. Den brogede verden. Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Thomas Petersen. Sótt 25. október 2019.
  18. DAN-IS. Mødet mellem dansk og islandsk kultur. Sótt 25. október 2019.
  19. Clara Lachmanns stiftelse. Styrelsen. Sótt 25. október 2019.
  20. Hið íslenska bókmenntafélag. Kosning. Sótt 25. október 2019.
  21. Snorrastofa. Sótt 25. október 2019.
  22. Borgarbyggð. (2018). 173. fundur[óvirkur tengill]. Sótt 25. október 2019.
  23. Naalakkersuisut. Government of Greenland. Ekspertgruppens rapport vedrørende styrkelse af sprogtilegnelse Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
  24. Mbl.is. (2008, 29. febrúar). Auður Hauksdóttir sæmd dönskum riddarakrossi. Sótt 25. október 2019.
  25. Mbl.is. (2002, 4. apríl). Frá stafsetningu til stöðu dönsku. Sótt 25. október 2019.

Read other articles:

Pour les articles homonymes, voir Inondation de la Toussaint. L'inondation de la Toussaint 1570 dans la région d'Anvers, vue par Hans Moser. Le raz-de-marée de la Toussaint (en néerlandais Allerheiligenvloed) a eu lieu en Hollande, Zélande et Flandre le 1er novembre 1570, jour de la Toussaint. Elle a vraisemblablement causé plus de 20 000 morts. Parmi les villes touchées, on peut citer Egmond, Berg-op-Zoom et Saeftinghe. Une tempête d'équinoxe d'une longue durée fit monter ...

 

«Boca Juniors» redirige aquí. Para otras acepciones, véase Boca Juniors (desambiguación). Boca Juniors Datos generalesNombre Club Atlético Boca JuniorsApodo(s) Xeneize[1]​ Azul y Oro[2]​La Mitad Más Uno[3]​Fundación 3 de abril de 1905 (118 años)Propietario(s) 315 000 socios[4]​Presidente Jorge Amor AmealDir. deportivo Juan Román RiquelmeEntrenador Mariano Herrón (interino)InstalacionesEstadio Alberto J. Armando«La Bombonera»Ubicación Brands...

 

Municipio de Ogden Municipio Municipio de OgdenUbicación en el condado de Riley en Kansas Ubicación de Kansas en EE. UU.Coordenadas 39°07′25″N 96°41′00″O / 39.1236, -96.6833Entidad Municipio • País  Estados Unidos • Estado  Kansas • Condado RileySuperficie   • Total 33.02 km² • Tierra 32.03 km² • Agua (3%) 0.99 km²Altitud   • Media 325 m s. n. m.Población (2010)   • Tota...

Emak Gue JawaraGenre Drama Aksi Petualangan PembuatMNC PicturesSkenariotim mncpSutradara Cuk FK Bobby Herlambang Pemeran Cut Meyriska Yafi Tesa Abirama Putra Derry 4 Sekawan Elsya Syarif Ricky Perdana Billy Boedjanger Andro Trinanda Sinyo Edwin Syarief Sean Hasyim Saski Hidayat Penggubah lagu temaPiyuLagu pembukaSang Penghibur — PadiLagu penutupSang Penghibur — PadiPenata musikAry LogamNegara asalIndonesiaBahasa asliBahasa IndonesiaJmlh. musim1Jmlh. episode28ProduksiProduser eksekut...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع السقيفة (توضيح). قرية السقيفة  - قرية -  تقسيم إداري البلد  اليمن المحافظة محافظة حجة المديرية مديرية قفل شمر العزلة عزلة المخلاف السكان التعداد السكاني 2004 السكان 146   • الذكور 77   • الإناث 69   • عدد الأسر 31   • عدد المساكن 31 معلو...

 

Pour les articles homonymes, voir Recteur. En France, un recteur d'académie est un haut fonctionnaire responsable d'une académie, et dans certains cas d'une région académique, circonscription administrative propre à l'Éducation nationale et à l'Enseignement supérieur. La fonction de recteur a été fondée par le décret de Napoléon Ier du 17 mars 1808[1] qui prévoit la composition en académies de l'Université impériale. Ce décret fait suite à la loi du 10 mai 1806, qui di...

هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (ديسمبر 2019) العلم في مجتمع حر (بالإنجليزية: Science in a Free Society)‏  المؤلف بول فايراباند  تاريخ النشر 1976  الموضوع فلسفة العلوم،  وأناركية معرفية  تعديل مصدري - تعدي

 

Island in Papua New Guinea Hemenahei IslandSatellite imageHemenahei IslandGeographyLocationOceaniaCoordinates11°10′S 153°05′E / 11.167°S 153.083°E / -11.167; 153.083[1]ArchipelagoLouisiade ArchipelagoAdjacent toSolomon SeaTotal islands1Major islandsHemenaheiArea10.24 km2 (3.95 sq mi)Highest elevation74 m (243 ft)Highest pointMount HemenaheiAdministrationPapua New GuineaProvince Milne BayDistrictSamarai-Murua Distr...

 

Scottish singer This biography of a living person needs additional citations for verification. Please help by adding reliable sources. Contentious material about living persons that is unsourced or poorly sourced must be removed immediately from the article and its talk page, especially if potentially libelous.Find sources: Terry McDermott singer – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (January 2013) (Learn how and when to remove this templa...

South Korean writer (born 1988) This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article is written like a personal reflection, personal essay, or argumentative essay that states a Wikipedia editor's personal feelings or presents an original argument about a topic. Please help improve it by rewriting it in an encyclopedic style. (January 2018) (Learn how and when to remove this templa...

 

Darryl F. ZanuckDarryl F. Zanuck, 1964LahirDarryl Francis Zanuck(1902-09-05)5 September 1902Wahoo, Nebraska, ASMeninggal22 Desember 1979(1979-12-22) (umur 77)Palm Springs, California, ASSebab meninggalKanker rahangMakamWestwood Village Memorial Park CemeteryNama lainGregory Rogers[1]Melville Crossman[1]Mark Canfield[1]Tahun aktif1922–70Suami/istriVirginia Fox (1924–79; kematiannya)AnakDarrylin Zanuck Jacks Pineda Carranza (1931–2015)Susan Zanu...

 

2022 studio album by BabyTron Bin Reaper 3: Old TestamentStudio album by BabyTronReleasedOctober 28, 2022 (2022-10-28)Genre Hip hop Length39:40Label Hip Hop Lab Empire BabyTron chronology MegaTron(2022) Bin Reaper 3: Old Testament(2022) Bin Reaper 3: New Testament(2023) Bin Reaper 3 is an album series by American rapper BabyTron, consisting of Bin Reaper 3: Old Testament and Bin Reaper 3: New Testament. Bin Reaper 3: Old Testament Bin Reaper 3: Old Testament is the fifth st...

Si ce bandeau n'est plus pertinent, retirez-le. Cliquez ici pour en savoir plus. La mise en forme de cet article est à améliorer (novembre 2023). La mise en forme du texte ne suit pas les recommandations de Wikipédia : il faut le « wikifier ». Comment faire ? Les points d'amélioration suivants sont les cas les plus fréquents. Le détail des points à revoir est peut-être précisé sur la page de discussion. Les titres sont pré-formatés par le logiciel. Ils ne son...

 

Street in Tehran, Iran Enqelab StreetNative nameخیابان انقلاب (Persian)Length5 km (3.1 mi)East end Imam Hossein SquareWest end Enqelab Square Enqelab Street (Persian: خیابان انقلاب اسلامی; also spelled Enghelab) is a major trunk route in Tehran, Iran connecting Enqelab square to Imam Hossein Square. The street's full name is Enqelab-e Islami (Islamic Revolution Street) and it was named in honor of the Islamic Revolution of 1979. Its forme...

 

У этого термина существуют и другие значения, см. Точка (значения). Возможно, эта статья содержит оригинальное исследование. Добавьте ссылки на источники, в противном случае она может быть выставлена на удаление. (22 сентября 2021) Беспроводный модуль точка-точка со встроенн...

Central Bank of Finland Bank of FinlandSuomen Pankki (in Finnish)Finlands Bank (in Swedish)HeadquartersHelsinkiEstablished1 March 1812Ownership100% state ownership[1]GovernorOlli RehnCentral bank ofFinlandReserves6 230 million USD[1]Succeeded byEuropean Central Bank (1999)1Websitewww.bof.fi1 The Bank of Finland still exists but many functions have been taken over by the ECB. The Bank of Finland (Finnish: Suomen Pankki, Swedish: Finlands Bank) is the Finnish member of...

 

Upazila in Khulna, BangladeshRampal রামপালUpazilaRampal Power PlantCoordinates: 22°34′N 89°39.8′E / 22.567°N 89.6633°E / 22.567; 89.6633Country BangladeshDivisionKhulnaDistrictBagerhatArea • Total335.45 km2 (129.52 sq mi)Population (2011) • Total158,965 • Density470/km2 (1,200/sq mi)Time zoneUTC+6 (BST)WebsiteOfficial Map of Rampal Rampal (Bengali: রামপাল) is an upazila of...

 

ゲーブ・キャプラーGabe Kapler サンフランシスコ・ジャイアンツでの監督時代(2023年6月13日)基本情報国籍 アメリカ合衆国出身地 カリフォルニア州ロサンゼルス市ハリウッド生年月日 (1975-07-31) 1975年7月31日(48歳)身長体重 6' 2 =約188 cm190 lb =約86.2 kg選手情報投球・打席 右投右打ポジション 外野手プロ入り 1995年 MLBドラフト57巡目初出場 MLB / 1998年9月20日NPB / 2005年4月1日...

В Википедии есть статьи о других людях с фамилиями Машков, Соколов и Евдокимов. Иван Павлович Машков Основные сведения Имя при рождении Иван Михайлович Соколов-Евдокимов Страна  СССР Российская империя Дата рождения 1 (13) января 1867(1867-01-13) Место рождения с. Трубе...

 

Wii

後継機については「Wii U」を、その他の用法については「WII」をご覧ください。 Wii メーカー 任天堂種別 据置型ゲーム機世代 第7世代発売日 2006年11月19日 2006年12月2日 2006年12月7日 2006年12月8日 2006年12月9日 2008年4月26日 2008年7月12日 2009年2月27日 CPU IBM PowerPCベース BroadWayGPU ATI Hollywood対応メディア Wii用12cm光ディスク ニンテンドーゲームキューブ用8cm光ディスク 対応スト...

 

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!